Mannréttindaráð - Fundur nr. 253

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2003, hinn 13. október, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 253. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12. Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Guðný H. Magnúsdóttir, Stefán Jónann Stefánsson, Margrét Einarsdóttir og Tinna Traustadóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir mætti á fundinn undir þessum lið. Kynnti hún niðurstöður rannsóknar sinnar á kynjahlutföllum í nefndum og ráðum hjá Reykjavíkurborg á árunum 1974-2003, sem og í nefndum og ráðum ríkisins og stjórnum fyrirtækja. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni og þakklæti vegna þessarar athyglisverðu og fróðlegu rannsóknar.

2. Lögð fram styrkumsókn að upphæð kr. 100.000 vegna fyrirhugaðrar stofnunar tengslanets kvenna af erlendum uppruna. Samþykkt að styrkja tengslanetið um kr. 50.000 að svo stöddu. Nefndin fagnar stofnun tengslanetsins og óskar því velgengni í starfi.

3. Undirbúningur að gerð fjárhags- og starfsáætlunar fyrir 2004. Umræður. Frestað.

4. Lögð fram til upplýsingar dagskrá Uppskeruhátíðar styrkþega Reykjavíkurborgar og Nýsköpunarsjóðs námsmanna 17. október 2003.

5. Lögð fram til upplýsingar fundargerð hollvina Hins gullna jafnvægis, frá 2. október s.l.

Fundi slitið kl. 13.40

Marsibil Sæmundsdóttir
Guðný H. Magnúsdóttir Tinna Traustadóttir
Margrét Einarsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson