No translated content text
Mannréttindaráð
Jafnréttisnefnd
Ár 2003, mánudaginn 29. september, hélt Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 252. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.00. Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Margrét Einarsdóttir, Guðný H. Magnúsdóttir, Tinna Traustadóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Athugasemdir við síðustu fundargerð: Þess láðist að geta að Drífa Snædal vék af fundi þegar fjallað var um hvort framlengja beri ráðningartíma hennar vegna rannsóknarinnar Kynlífsmarkaður í mótun og leiðréttist það hér með.
2. Margrét Einarsdóttir og Tinna Traustadóttir leggja fram svohljóðandi bókun vegna síðustu fundargerðar: Vegna bréfs jafnréttisráðgjafa Reykjavíkurborgar til ritstjórnar Skinfaxa blaðs UMFÍ, vegna greinar sem birtist í blaðinu um fyrirsætustörf, vilja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í jafnréttisnefnd taka fram að þeir telja að umrædd grein hafi ekki gefið tilefni til slíkra harðorðra athugasemda af hálfu jafnréttisráðgjafans. Einnig harma fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að bréfið, sem var skrifað í nafni jafnréttisnefndarinnar allrar, hafi ekki verið borið formlega undir nefndina.
3. Kynnt áform um landsfund jafnréttisnefnda 2003 sem fyrirhugað er að halda um mánaðarmótin október/nóvember n.k.
4. Kynnt áform um stofnun samtaka innflytjendakvenna á Íslandi 24. október n.k.
5. Jafnréttisráðgjafi kynnti fyrirhugaðar aðgerðir á vegum Hollvina hins gullna jafnvægis og tillögur sem lagðar verða fyrir fund Hollvina 2. nóvember n.k.
6. Lagðar fram upplýsingar um dagpeningareglur norsku ríkisstjórnarinnar.
7. Lögð fram styrkumsókn, ódagsett frá Leikhópnum Barbarella. Jafnréttisráðgjafa falið að benda hópnum á þann möguleika að sækja um styrk vegna fjárhagsáætlunar 2004.
8. Anna Margrét Guðjónsdóttir mætti á fundinn kl. 13:00 og gerði grein fyrir heildarstefnukorti Reykjavíkurborgar og því ferli sem stefnukortsvinnan útheimtir af þeim sviðum/stofnunum og nefndum sem eiga að gera stefnukort byggt á heildarstefnukorti borgarinnar. Samþykkt að stefna að vinnufundi laugardaginn 4. nóvember næstkomandi kl. 9-12.
9. Jafnréttisráðgjafi lagði fram minnisblað dags. 24. september 2003 um samþættingu.
Fundi slitið kl. 13:40
Marsibil Sæmundsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Guðný H. Magnúsdóttir
Margrét Einarsdóttir Tinna Traustadóttir