Mannréttindaráð - Fundur nr. 251

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2003, mánudaginn 15. september, hélt Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 251. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.00. Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Drífa Snædal, Margrét Einarsdóttir, Tinna Traustadóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagður fram samningur um annað ár ESB verkefnisins Political Education and Learning for Gender Mainstreaming Implementation, dags. 15. ágúst 2003, við Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins.

2. Evrópsk málstofa á vegum ESB verkefnisins sem haldin var þriðjudaginn 9. júní s.l. Sagt var frá málstofunni. Tinna Traustadóttir ítrekar ósk um minnisblað um samþættingu hjá Reykjavíkurborg.

3. Lögð fram orðsending, dags. 26. ágúst 2003, frá Steinunni Valdísi Óskarsdóttur vegna 3. tbl. 94. árgangs Skinfaxa, sem gefið er út af UMFÍ, en í henni er gerð athugasemd við kynbundnar staðalímyndir í fréttabréfinu. Jafnréttisráðgjafa falið að koma athugasemd á framfæri við ritstjórn Skinfaxa og stjórn UMFÍ.

4. Lögð fram áfangaskýrsla verkefnisins Minnihlutahópar, kynferði og jafnrétti frá Berglindi Rós Magnúsdóttur.

5. Rætt um stöðu rannsóknarinnar Kynlífsmarkaður í mótun. Samþykkt að framlengja verkefnisráðninguna um tvær vikur.

6. Þeim ábendingum komið á framfæri hvort innan Reykjavíkurborgar megi fylgja fordæmi annars staðar á Norðurlöndum um að óheimilt sé að verja dagpeningum til kaupa á kynlífsþjónustu. Jafnréttisráðgjafa falið að undirbúa ákvarðanatöku í málinu.

Fundi slitið kl. 13.50

Marsibil Sæmundsdóttir

Stefán Jóhann Stefánsson Drífa Snædal
Margrét Einarsdóttir Tinna Traustadóttir