Mannréttindaráð - Fundur nr. 250

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2003, hinn 11. ágúst, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 250. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12. Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Margrét Einarsdóttir, Guðrún Inga Ingólfsdóttir og Guðný Hildur Magnúsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf G.E. 16. júní 2003 þar sem greint er frá samþykkt borgarráðs frá 15.s.m um samning við HÍ um stöðu forstöðumanns Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum

2. Lögð fram styrkumsókn frá karlahópi feministafélagsins að upphæð 50.000 til fjármögnunar á svifdiski með slagorði gegn nauðgunum í tilefni verslunarmannahelgarinnar. Umsókn samþykkt einum rómi.

3. Drífa Snædal mætti á fundinn og gerði grein fyrir framvindu rannsóknarinnar Kynlífsmarkaður í mótun. Lagði hún fram minnisblað dags. 11.8.03 um rannsóknina.

Fundi slitið kl. 13.30

Marsibil Sæmundsdóttir
Guðný H. Magnúsdóttir Guðrún Inga Ingólfsdóttir
Margrét Einarsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson