Mannréttindaráð - Fundur nr. 249

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2003, mánudaginn 16. júní, hélt Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 249. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.11.30. Viðstaddir voru: Guðný H. Magnúsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Drífa Snædal, Margrét Einarsdóttir og Guðrún Inga Ingólfsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf dags. 13. júní 2003 frá Arnfríði Guðmundsdóttur, formanni stjórnar Rannskóknastofu í kvenna- og kynjafræðum, þar sem óskað er endurnýjunar á samstarfssamningi.

Jafnréttisnefnd beinir þeirri ósk sinni til borgarráðs að samningur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands um sameiginlega og jafna kostun á stöðu forstöðumanns Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum verði endurnýjaður með sama sniði til fjögurra ára.

Samþykkt einróma

2. Lögð fram drög að rannsóknaráætlun vegna rannsóknarinnar Kynlífsmarkaður í mótun og kynnti Drífa Snædal hana, en hún mun annast rannsóknina. Nefndarmenn lýstu einróma yfir ánægju með drögin.

3. Jafnréttisráðgjafi kynnti ráðstefnuna – Ethnic integration and gender equality in the Nordic countries, sem haldin var 17.-19. maí sl. í Malmö í Svíþjóð, á vegum norrænu ráðherranefndarinnar.

Fundi slitið kl. 13.00

Guðný Hildur Magnúsdóttir Margrét Einarsdóttir
Guðrún Inga Ingólfsdóttir Drífa Snædal
Stefán Jóhann Stefánsson