Mannréttindaráð - Fundur nr. 248

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2003, mánudaginn 12. maí, hélt Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 248. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.00. Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Guðný H. Magnúsdóttir, Linda Rós Alfreðsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Tinna Traustadóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf dags. 29. apríl 2003 frá Helgu Björgu Ragnarsdóttur með þökkum til jafnréttisnefndar fyrir boð um þátttöku á málstofu um samþættingu jafnréttismála sem haldin var á Möltu 4.-8. apríl s.l.

2. Lögð fram umsögn til Nýsköpunarsjóðs námsmanna um verkefnið Minnihlutahópar, kynferði og jafnrétti, sem og svarbréf sjóðsins dags. 16. apríl s.l. þar sem tilkynnt er að umsóknin sé samþykkt.

3. Lögð fram umsókn til Nýsköðunarsjóðs námsmanna um verkefnið Kynlífsmarkaður í mótun. Nýsköpunarsjóður hafnaði umsókninni með bréfi dags. 16. apríl s.l. sem lagt var fram. Lagt fram bréf jafnréttisráðgjafa dags. 2. apríl s.l. til dómsmálaráðherra og svarbréf ráðherra dags. 2. maí s.l., þar sem tilkynnt er um 200 þúsund króna styrk til verkefnisins.

Fundi slitið kl. 13.05

Marsibil Sæmundsdóttir

Linda Rós Alfreðsdóttir Tinna Traustadóttir
Guðný H. Magnúsdóttir Margrét Einarsdóttir