Mannréttindaráð - Fundur nr. 246

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2003, mánudaginn 31. mars, hélt Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 246. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.30. Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Guðný H. Magnúsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Margrét Einarsdóttir og Kjartan Magnússon. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram endurskoðað minnisblað, dags. 30. mars 2003, um fyrirhugað málþing um jafnréttishugtakið. Samþykkt að formaður jafnréttisnefndar sé á dagskrá málþingsins f.h. jafnréttisnefndar.

2. Lagt fram boðsbréf vegna Jafnréttisþings 7. apríl n.k. Formaður mun halda erindi á þinginu, en samþykkt að einn fulltrúi Reykjavíkurlista að auki og einn fulltrúi Sjálfstæðisflokks hafi heimild til að sækja fundinn. 3. Jafnréttisráðgjafi lagði fram minnisblað um jafnrétti í systurborgum á Norðurlöndum, dags. 30. mars 2003, ásamt fylgiskjölum.

4. Lögð fram tillaga að bókun vegna starfsemi erótískra nuddstaða. Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið kl. 13.45

Marsibil Sæmundsdóttir

Guðný H. Magnúsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Kjartan Magnússon Margrét Einarsdóttir