Mannréttindaráð - Fundur nr. 245

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2003, mánudaginn 17. mars, hélt Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 245. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.00. Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Guðný H. Magnúsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Margrét Einarsdóttir og Áslaug A. Guðmundsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Gerð var sú athugasemd við fundargerð 244. fundar að gleymst hafði að bóka beiðni til jafnréttisráðgjafa um minnisblað vegna heimsóknar hans til kollega í Kaupmannahöfn og Osló í nóvember s.l.

2. Lögð fram endanleg umsókn um ESB verkefni um samþættingu. 3. Lagt fram ávarp samstarfsaðila vegna alþjóðlegs baráttudags kvenna 8. mars s.l., sem m.a. jafnréttisnefnd stóð að.

4. Á fundinn mættu, f.h. Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, Irma Erlingsdóttir forstöðumaður, Arnþrúður Guðmundsdóttir formaður stjórnar og Þorgerður Einarsdóttir lektor í kynjafræðum og stjórnarmaður, og gerðu grein fyrir starfi stofunnar, framgangi samstarfsamnings við Reykjavíkurborg, einstaka rannsóknarverkefnum og hugmyndum um framtíðarverkefni. Lagt fram minnisblað, dags. 14. mars 2003, frá Þorgerði Einarsdóttur um hugmyndir að sameiginlegu verkefni Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum og Reykjavíkurborgar.

5. Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar sendir nýstofnuðu Feministafélagi árnaðaróskir og fagnar því að nýr vettvangur hefur skapast fyrir frjóa umræðu um jafnréttismál. Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 14.00

Marsibil Sæmundsdóttir

Guðný H. Magnúsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Áslaug A. Guðmundsdóttir Margrét Einarsdóttir