Mannréttindaráð - Fundur nr. 244

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2003, þriðjudaginn 4. mars, hélt Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 244. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.00. Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Guðný H. Magnúsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Tinna Traustadóttir og Áslaug A. Guðmundsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Jafnréttisráðgjafi lagði fram nýja kostnaðaráætlun v/útgáfu jafnréttisstefnu, dags. 4. mars 2003. Samþykkt.

2. Lagt fram minnisblað frá Rannsóknarstofu í kvennafræðum, dags. 11. desember 2002. Samþykkt að óska eftir því að fulltrúar Rannsóknarstofunnar komi á næsta fund nefndarinnar. 3. Lagt fram minnisblað, dags. 21. febrúar 2003, um fyrirhugað málþing um jafnréttishugtakið. Samþykkt hvað varðar dagsetninguna 28. apríl n.k. og aðalfyrirlesarann Teresu Rees, en ákveðið að jafnréttisráðgjafi vinni áfram að dagskrá.

4. Lagt fram boðsbréf, dags. 18. febrúar 2003, frá félagsmálaráðuneyti Möltu um þátttöku í málstofu þar 4.-8. apríl n.k. innan vébanda Evrópska samþættingarverkefnisins. Samþykkt að bjóða jafnréttisfulltrúa HÍ og jafnréttisráðgjafanum á Austurlandi með jafnréttisráðgjafa.

5. Jafnréttisráðgjafi kynnti boð um aðild að ESB verkefni um samþættingu, dags. 1.mars 2003. Samþykkt að taka boðinu.

6. Lögð fram til kynningar fundargerð fyrsta fundar samráðshóps um jafnréttismál á sveitarstjórnarstigi sem haldinn var 20. febrúar 2003.

7. Óskað eftir því að jafnréttisráðgjafi leggi fram minnisblað um samþættingu hjá Reykjavíkurborg.

Fundi slitið kl. 13.45

Marsibil Sæmundsdóttir

Guðný H. Magnúsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Áslaug A. Guðmundsdóttir Tinna Traustadóttir