Mannréttindaráð
Jafnréttisnefnd
Ár 2003, mánudaginn 10. febrúar, hélt Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 243. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.00. Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Guðný H. Magnúsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Margrét Einarsdóttir og Tinna Traustadóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram tölvubréf frá ASÍ varðandi samstarfsboð vegna 8. mars, dags. 6. febrúar 2003. Samþykkt.
2. Lagt fram bréf, dags. 20. janúar 2003, frá Átaki gegn verslun með konur, undirritað af Herdísi Skúladóttur o.fl. f.h. félagsmálaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis. Samþykkt að verja kr. 100.000 til átaksins.
3. Jafnréttisráðgjafi lagði fram minnisblað, dags. 10. febrúar 2003, um áætlaða skiptingu fjárhagsramma vegna verkefna jafnréttisnefndar 2003.
4. Jafnréttisráðgjafi lagði fram kostnaðaráætlun, dags. 10. febrúar 2003, vegna útgáfu á jafnréttisstefnu Reykjavíkurborgar. Jafnréttisráðgjafa falið að leita eftir því við stjórn borgarinnar að hún komi til móts við jafnréttisnefnd vegna kostnaðar við útgáfuna, þar sem fyrirsjáanlegt er að hann ella geti numið allt að 30% af verkefnisfé nefndarinnar fyrir yfirstandandi ár.
5. Lagður fram samningur við Lindu Rut Benediktsdóttur vegna hgj.is, dags. 10. febrúar 2003. Samþykkt.
6. Lagður fram samningur við IMG Gallup vegna hgj.is, dags. 10. febrúar 2003. Samþykkt.
7. Lagt fram erindisbréf borgarstjóra til vinnuhóps um mælikvarða vegna jafnréttisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 28. janúar 2003. Samþykkt.
Fundi slitið kl. 13.15
Marsibil Sæmundsdóttir
Guðný H. Magnúsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Margrét Einarsdóttir Tinna Traustadóttir