Mannréttindaráð
Jafnréttisnefnd
Ár 2003, mánudaginn 27. janúar, hélt Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 242. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.00. Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Guðný H. Magnúsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson og Áslaug Auður Guðmundsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram boð um þátttöku á ráðstefnuna Konur og lýðræði, sem haldin verður í Tallin, Eistlandi, 13.–14. febrúar n.k. Samþykkt að einn fulltrúi Reykjavíkurlistans og einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafi heimild til að sækja ráðstefnuna.
2. Styrkumsóknir. Lagðar fram umsóknir frá 240. fundi jafnréttisnefndar. Formaður lagði fram tillögu um að eftirtaldir umsækjendur hlytu styrki:
a) Kvenréttindafélag Íslands, kr. 50.000. b) Erla Hulda Halldórsdóttir v/kvennagagnabanka, kr. 100.000. c) Jafnréttisátak Háskóla Íslands v/fræðsluheftis, kr. 100.000. d) Rebekka Jónsdóttir v/leikskólaráðstefnu, kr. 58.000. e) Arndís Björnsdóttir v/leikskólaráðstefnu, kr. 58.000.
Tillagan samþykkt samhljóða. Samþykkt að beina umsókn Iðntæknistofnunar til borgarráðs með vísan til atvinnuástands. Öðrum umsóknum hafnað.
Fundi slitið kl. 13.20
Marsibil Sæmundsdóttir
Guðný H. Magnúsdóttir Áslaug A. Guðmundsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson