Mannréttindaráð - Fundur nr. 240

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2002, mánudaginn 25. nóvember, hélt Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 240. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.00. Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Guðný H. Magnúsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram styrkumsóknir vegna fjárhagsáætlunar 2003 frá eftirtöldum:

Kvenréttindafélagi Íslands, að upphæð kr. 100.000. Kvennakirkjunni vegna útgáfu rits um kvennaguðfræði, að upphæð kr. 300.000 Kvennakirkjunni vegna söngheftis, að upphæð kr. 300.000. Erlu Huldu Halldórsdóttur vegna kvennagagnabanka, að upphæð kr. 300.000. Jafnréttisátaki Háskóla Íslands vegna fræðsluheftis, að upphæð kr. 250.000. Söndru Dögg Sæmundsdóttur vegna mastersverkefnis (ferðastyrkur), að upphæð kr. 50.000. Guðrúnu Jóhannesdóttur vegna þróunar námsefnis um jafnréttismál fyrir framhaldsskóla, að upphæð kr. 300.000. Rebekku Jónsdóttur um ferðastyrk vegna ráðstefnu, að upphæð kr. 58.000. Arndísi Björnsdóttur um ferðastyrk vegna ráðstefnu, að upphæð kr. 58.000. Iðntæknistofnun til þróunar starfsnáms fyrir rannsóknarmenn, sem m.a. skal bjóða ófaglærðum konum, að upphæð kr. 350.000.

Afgreiðslu frestað.

2. Lagt fram erindi frá Veru, dags. 14. nóvember 2002, um samstarf um upplýsingamiðlun. Afgreiðslu frestað.

3. Lögð fram ályktun landsfundar jafnréttisnefnda frá 8. nóvember 2002.

4. Lögð fram drög að samningi við Lindu Rut Benediktsdóttur vegna Hins gullna jafnvægis. Þau samykkt með fyrirvara um heildarfjármögnum verkefnisins, enda liggi samningar þar um fyrir við undirritun samnings við Lindu Rut.

5. Umsögn jafnréttisráðgjafa til Alþingis um þingsályktunartillögu vegna starfsumhverfis kvennahreyfingar á Íslandi, dags. 15. nóvember 2002, lögð fram til kynningar.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 12. nóvember 2002, um breytingar á samþykkt fyrir jafnréttisnefnd.

7. Drög að jafnréttisstefnu rædd. Grein 1.4. samþykkt með 3 atkvæðum en Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sat hjá. Grein 2.2.2. og 2.2.3. vísað til borgarlögmanns til umsagnar. Grein 1.1. frestað að ósk Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur.

8. Stefán Jóhann Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun nefndarinnar:

Jafnréttisnefnd Reykjavíkur telur að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli er varðar lögmæti banns við svokölluðum einkadansi sýni að full þörf sé á að kanna hvort breyta þurfi löggjöf er varðar heimildir sveitarfélaga til að banna atvinnustarfsemi, sem getur haft í för með sér skaðleg áhrif á almannaheill. Jafnréttisnefndin tekur þó undir það sjónarmið að rétt sé að áfrýja umræddum dómi til að fá fullnaðarúrskurð í málinu. Jafnréttisnefnd Reykjavíkur áréttar fyrri yfirlýsingar sínar um þetta efni og vekur jafnframt athygli á ályktun landsfundar jafnréttisnefnda frá 9. nóvember 2002.

Samþykkt samhljóða.

Jafnréttisráðgjafa falið að koma ofangreindri bókun á framfæri við fjölmiðla.

Fundi slitið kl. 13.30

Marsibil Sæmundsdóttir

Guðný H. Magnúsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir