Mannréttindaráð
Ár 2026, fimmtudaginn 15. janúar var haldinn 24. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Borgarráði og hófst kl. 12.10. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Sabine Leskopf, Guðný Maja Riba, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og Björn Gíslason. Einnig sátu fundinn eftirtaldir fulltrúar samráðshóps í málefnum fatlaðs fólks: Katarzyna Kubiś og Björgvin Björgvinsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Magnús Davíð Norðdahl og Friðjón R. Friðjónsson. Fulltrúar samráðshóps í málefnum fatlaðs fólks: Hallgrímur Eymundsson, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir og Áslaug Inga Kristinsdóttir. Einnig sat fundinn eftirfarandi starfsfólk: Bragi Bergsson, Valgerður Jónsdóttir og Katrín Harpa Ásgeirsdóttir með rafrænum hætti. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs dags. 7. janúar 2026, um að Katrín Harpa Ásgeirsdóttir taki sæti sem fulltrúi velferðarsviðs í samráðshópi í málefnum fatlaðs fólks í mannréttindaráði, í stað Aðalbjargar Traustadóttur. MSS22070012
- Kl. 12.16 tekur Magnea Gná Jóhannsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning umhverfis- og skipulagsviðs á framkvæmdum við Korpuskóla og flutning Klettaskóla. MSS25110008
Halla Haraldsdóttir Hamar og Arnar Þór Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttindaráðið fagnar því að Reykjavíkurborg taki þetta skref með því að stækka starfsemi Klettaskólans til að mæta eftirspurn eftir sérskólavist í Reykjavík. Brýnt er að ráðast í frekari uppbyggingu sérskóla þannig að ekki þurfi að synja nemendum um skólavist sem eiga sannarlega rétt á námi í umhverfi sem hæfir þörfum þeirra. Í verkefninu felst endurskipulagning og aðlögun kennslustofa og stuðningsrýma, sem og breytingar á aðkomu og innri tengingum innan byggingarinnar, með hliðsjón af algildri hönnun. Framkvæmdin styður þannig við aðgengisstefnu borgarinnar og styrkir markvisst aðgengi og notagildi húsnæðisins fyrir alla.
Kl. 12.45 víkja af fundinum Katarzyna Kubiś og Björgvin Björgvinsson. Hallgrímur Eymundsson, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir, Áslaug Inga Kristinsdóttir og Katrín Harpa Ásgeirsdóttir aftengjast fundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Samþykkt að Magnús Davíð Norðdahl taki sæti sem varaformaður mannréttindaráðs í stað Oktavíu Hrund Guðrúnar Jóns. MSS25020083
Fundi slitið kl.12.47
Sabine Leskopf Guðný Maja Riba
Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir Magnús Davíð Norðdahl
Magnea Gná Jóhannsdóttir Björn Gíslason
Friðjón R. Friðjónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttindaráðs frá 15. janúar 2026