Mannréttindaráð - Fundur nr. 24

Mannréttindaráð

Ár 2009, 12. mars kl. 12:00 var haldinn 24. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá voru mætt: Marta Guðjónsdóttir, Björn Gíslason, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Drífa Snædal, Salvör Gissurardóttir, Zakaria Elias Anbari, Falasteen Abu Libdeh og Ólafur F. Magnússon Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:


1. Drög að samningi við Alþjóðahús kynnt.

2. Fjárhagsáætlun mannréttindskrifstofu kynnt.

Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í mannréttindaráði:
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í mannréttindaráði þakkar stjórnendum og starfsfólki mannréttindaskrifstofu fyrir þá miklu vinnu sem lögð hefur verið að mörkum við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009. Ljóst er að sett markmið við endurskoðun fjárhagsáætlunar hafa náðst um að hagræða í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun og sameiginlegan vilja borgarstjórnar um að standa vörð um grunnþjónustu Reykjavíkurborgar, störf starfsmanna og gjaldskrár í samræmi við aðgerðaráætlun borgarstjórnar frá 7. október sl.

3. Styrkveitingar mannréttindaráðs. Auglýst verður eftir umsóknum í mars á vefsíðu Reykjavíkurborgar og í dagblöðum.

4. Neytendavernd barna. Erindi frá talsmanni neytenda og umboðsmanns barna lagt fram.

Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar þakkar upplýsingar frá talsmanni neytenda og umboðsmanns barna um aukna neytendavernd barna. Fulltrúar í mannréttindaráði eru sammála um mikilvægi verkefnisins og hvetur ofangreinda umboðsmenn til dáða í eftirlitshlutverki sínu gagnvart markaðssókn sem beinist að börnum.

5. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2009. Mannréttindastjóra falið að auglýsa eftir tilnefningum á vef Reykjavíkurborgar.

6. Starfsdagur mannréttindaráðs. Stefnt er að hafa starfsdag ráðsins þann 28. maí.



Fundi slitið kl. 13.45


Marta Guðjónsdóttir
Zakaria Elias Anbari Falasteen Abu Libdeh
Drífa Snædal Salvör Gissurardóttir
Björn Gíslason Bryndís Í. Hlöðversd