Mannréttindaráð
Jafnréttisnefnd
Ár 2002, mánudaginn 21. október, hélt Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 238. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.00. Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Guðný H. Magnúsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Tinna Traustadóttir og Áslaug Guðmundsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Jafnréttisráðgjafi kynnti ferð sína á fyrsta vinnufund í Evrópska samþættingarverkefninu sem haldinn var 11.-15. þ.m.
2. Lagt fram boðsbréf frá Bundeszentrale für politische Bildung, dags. 21. október 2002, um aðild að umsókn til ESB um stofnun evrópsks nets um samþættingu. Samþykkt að óska eftir því að aðild ÍTR að Norræna samþættingarverkefninu verði kynnt á fundi nefndarinnar. Samþykkt að verða við boði frá BpB.
3. Lögð fram starfsáætlun Ráðhúss 2003 til kynningar.
4. Drög að jafnréttisstefnu rædd. Afgreiðslu frestað.
Fundi slitið kl. 14.10
Marsibil Sæmundsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Tinna Traustadóttir Guðný H. Magnúsdóttir Áslaug Guðmundsdóttir