Mannréttindaráð - Fundur nr. 234

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2002, mánudaginn 2. september, hélt Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 234. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.00. Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Guðný H. Magnúsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson og Tinna Traustadóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagður fram samningur vegna ESB verkefnisins Samþætting í Evrópu við Alþjóðaskrifstofu Háskóla Íslands, en samkvæmt honum fær jafnréttisnefnd 6.000 evrur til að standa straum af innlendum stjórnunar- og ferðakostnaði.

2. Jafnréttisráðgjafi kynnti töluleg gögn um hlut kynja í nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar skv. kjöri á fundi borgarstjórnar 20. júní 2002. Jafnréttisráðgjafa falið að ganga frá greinargerð.

3. Kristbjörg Stephensen, skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, mætti á fundinn kl. 12:30. Gerði hún grein fyrir stefnu og aðgerðum Reykjavíkurborgar í málefnum nektarstaða.

Stefán Jóhann Stefánsson vék af fundi kl. 13.15.

4. Lögð fram til kynningar ályktun frá Bandalagi kvenna í Reykjavík, dags. 16. apríl 2002, þar sem Alþingi er hvatt til lagasetningar gegn nektarstöðum.

Fundi slitið kl. 13.30

Marsibil Sæmundsdóttir

Guðný H. Magnúsdóttir Tinna Traustadóttir