Mannréttindaráð - Fundur nr. 233

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2002, mánudaginn 19. ágúst var haldinn 233. fundur Jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Guðný H. Magnúsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Margrét Einarsdóttir og Tinna Traustadóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Jafnréttisráðgjafi kynnti niðurstöður úttektar á árangri jafnréttisstarfsins sem kom út 2001.

2. Lögð fram skýrslan ”Samanburður á launum karla og kvenna hjá Reykjavíkurborg 2001”. Eftirfarandi bókun var lögð fram:

Jafnréttisnefnd fagnar þeim einstæða árangri að launamunur kynja meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar hefur minnkað úr 15,5% niður í 7% frá árinu 1995. Nefndin hvetur til þess að niðurstöðum skýrslunnar og stefnumörkun um jöfn laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf verði fylgt fast eftir gagnvart öllum stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar með það að markmiði að kynbundnum launamun verði útrýmt.

Samþykkt samhljóða.

3. Lagt fram 6 mánaða uppgjör m.t.t. fjárhags jafnréttisnefndar 2002.

4. Umræða um drög að jafnréttisstefnu. Samþykkt að henni verði fram haldið á næsta fundi.

5. Stefán Jóhann Stefánsson vakti athygli á orðrómi að dæmi séu um að íþróttafélög hafi boðið upp á nektardans á svokölluðum herrakvöldum. Jafnréttisráðgjafa falið að kanna málið frekar.

Fundi slitið kl. 14.15

Marsibil Sæmundsdóttir

Guðný H. Magnúsdóttir Margrét Einarsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Tinna Traustadóttir