Mannréttindaráð - Fundur nr. 232

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2002, fimmtudaginn 27. júní, hélt Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar 232. fund sinn, sem var jafnframt fyrsti fundur nýkjörinnar jafnréttisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.16.00. Viðstaddir voru: Marsibil Sæmundsdóttir, Guðný H. Magnúsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Margrét Einarsdóttir og Tinna Traustadóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Formaður jafnréttisnefndar bauð nýja jafnréttisnefnd velkomna til starfa.

2. Lagt fram kjörbréf jafnréttisnefndar, dags. 25. júní 2002.

3. Kosning varaformanns. Formaður lagði til að Guðný Hildur Magnúsdóttir verði kjörin varaformaður. Samþykkt samhljóða.

4. Lögð fram til kynningar samþykkt fyrir Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar.

5. Lögð fram til kynningar starfsáætlun jafnréttismála 2002.

6. Lögð fram styrkumsókn frá Félagi kvenna í læknastétt, dags. 4. apríl 2002, að fjárhæð kr. 100.000. Samþykkt.

7. Lögð fram til kynningar umsókn til ESB um verkefnið Political Education and Learning for Gender Mainstreaming Implementation, sem hefur verið samþykkt.

8. Lagt fram bréf frá Bundeszentrale für politische Bildung, dags. 27. júní 2002. Formaður lagði til að einn fulltrúi meirihluta og einn fulltrúi minnihluta sæki ráðstefnuna European Congress : Implementation of Gender Mainstreaming in Europe - a Challenge for Political Education í Leipzig 6. – 8. september 2002. Samþykkt.

9. Lögð fram að nýju drög að jafnréttisstefnu Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið kl. 17.30

Marsibil Sæmundsdóttir

Guðný H. Magnúsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Margrét Einarsdóttir Tinna Traustadóttir