Mannréttindaráð
Jafnréttisnefnd
Ár 2002, fimmtudaginn 21. mars, var haldinn 230. fundur Jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.00. Viðstaddir voru: Kristín Blöndal, Anna Kristinsdóttir, Ragnhildur Jónasdóttir og Margrét Einarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram 3. drög að jafnréttisstefnu Reykjavíkurborgar. Afgreiðslu frestað.
2. Styrkumsókn frá Jafnréttisátaki Háskóla Íslands að upphæð kr. 500.000. Umsókninni hafnað. Styrkumsókn frá Rannsóknarstofu í kvennafræðum vegna Kvennagagnabanka. Umsókninni hafnað.
3. Lögð fram til upplýsingar styrkumsókn til ESB/Sókratesáætlunarinnar vegna verkefnisins Political Education and Learning for Gender Mainstreaming Implementation sem send var frá skrifstofu jafnréttisráðgjafa 28. febrúar 2002.
4. Lagt fram minnisblað jafnréttisráðgjafa, dags. 18. mars 2002, um “Dæturnar með í vinnuna” 26. mars n.k. Minnisblaðið samþykkt.
Margrét Einarsdóttir óskaði bókað:
Fagna því að Reykjavíkurborg skuli bjóða dætrunum með í vinnuna en hefði talið eðlilegt að strákarnir fengju að koma líka
Fundi slitið kl. 13.30
Kristín Blöndal
Anna Kristinsdóttir Ragnhildur Jónasdóttir
Margrét Einarsdóttir