Mannréttindaráð - Fundur nr. 23

Mannréttindaráð

Ár 2009, 24. febrúar kl. 12:00 var haldinn 23. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í húsnæði samtakanna 78. Þá voru mætt: Þórdís Pétursdóttir, Björn Gíslason, Felix Bergsson, Jóhann Björnsson, Anna Margrét Ólafsdóttir, Zakaria Elias Anbari, Falasteen Abu Libdeh og Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri, Emilía Sjöfn Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynning á starfsemi samtakanna 78. Mannréttindaráð þakkar samtökunum 78 fyrir kynningu sína og góðar móttökur á skrifstofu samtakanna.

2. Lagt fram svar mannréttindastjóra frá 23. febrúar við fyrirspurn varaáheyrnarfulltrúa F-lista um siðareglur kjörinna fulltrúa, sbr. 2. lið fundargerðar mannréttindaráðs frá 5. febrúar, mál númer R09020097.

3. Fyrirspurn Samfylkingar og vinstri grænna:

Fulltrúar Samfylkingar í mannréttindaráði fagna því að borgarráð hafi samþykkt á fundi sínum þann 12. febrúar sl. að úthluta byggingarrétti fyrir búddahof í Reykjavík. Er sú ákvörðun í samræmi við samþykkta mannréttindastefnu borgarinnar þar sem m.a. kemur fram að Reykjavík sé alþjóðleg borg þar sem lífsgæðum, óskum og þörfum borgarbúa er skipað í öndvegi. Með þessari ákvörðun borgarráðs er staðfest að þeirri stefnu skuli framfylgt og einnig að Reykjavíkurborg skuli sýna trú og skoðunum fólks virðingu og umburðarlyndi. Fulltrúar Samfylkingar og vinstri grænna óska eftir upplýsingum um málefni annarra hópa sem sótt hafa um sambærilega fyrirgreiðslu hjá Reykjavíkurborg sbr. félag múslíma á Íslandi.

Fundi slitið kl. 13.20

Björn Gíslason
Zakaria Elias Anbari Falasteen Abu Libdeh
Jóhann Björnsson Anna Margrét Ólafsdóttir
Þórdís Pétursdóttir Felix Bergsson