Mannréttindaráð - Fundur nr. 229

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2002, föstudaginn 22. febrúar, var haldinn 229. fundur Jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.00. Viðstaddir voru: Kristín Blöndal, Anna Kristinsdóttir, Hrannar B. Arnarsson og Kjartan Magnússon. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram og rædd drög að jafnréttisstefnu Reykjavíkurborgar. Afgreiðslu frestað.

2. Lögð fram tillaga að samþykkt um Jafnréttisnefnd Reykjavíkur frá stjórnkerfisnefnd ásamt bréfi, dags. 12. febrúar 2002, frá Gunnari Eydal skrifstofustjóra borgarstjórnar. Nefndin gerir ekki athugasemdir.

3. Jafnréttisráðgjafi gerði grein fyrir framvindu samstarfs við ASÍ o.fl. vegna 8. mars n.k.

Fundi slitið kl. 10.30

Kristín Blöndal

Hrannar B. Arnarsson Anna Kristinsdóttir
Kjartan Magnússon