Mannréttindaráð - Fundur nr. 228

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2002, fimmtudaginn 7. febrúar, var haldinn 228. fundur Jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Kristín Blöndal, Anna Kristinsdóttir, Hrannar B. Arnarsson, og Guðrún Inga Ingólfsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Formaður bauð Guðrúnu Ingu Ingólfsdóttur varamann, velkomna á sinn fyrsta fund.

2. Lögð fram drög að jafnréttisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 7. febrúar 2002. Samþykkt að halda umræðu áfram á næsta fundi.

3. Formaður vakti athygli á samstarfsmöguleikum við tímaritið Veru, sem nú er gefið út af óháðu hlutafélagi. Jafnréttisráðgjafa falið að kanna samstarfsmöguleika frekar.

4. Lagt fram bréf Alþýðusambands Íslands, dags. 29. janúar 2002, um mögulegt samstarf við Reykjavíkurborg um alþjóðlegan baráttudag kvenna 8. mars n.k. Samþykkt.

Fundi slitið kl. 13.45

Kristín Blöndal

Hrannar B. Arnarsson Anna Kristinsdóttir
Guðrún Inga Ingólfsdóttir