Mannréttindaráð - Fundur nr. 227

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2002, fimmtudaginn 17. janúar, var haldinn 227. fundur Jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Kristín Blöndal, Anna Kristinsdóttir, Hrannar B. Arnarsson, Kjartan Magnússon og Soffía K. Þórðardóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. desember 2001, um kjör Soffíu K. Þórðardóttur í jafnréttisnefnd.

2. Lögð fram umsókn frá jafnréttisátaki HÍ um styrk að upphæð kr. 500.000, dags. 20. nóvember 2001. Lögð fram umsókn frá Rannsóknarstofu í kvennafræðum um styrk að upphæð kr. 500.000, dags. 20. nóvember 2001. Frestað.

3. Undirbúningur að nýrri jafnréttisáætlun. Lagt fram erindisbréf v/vinnuhóps um mælikvarða vegna jafnréttisáætlunar Reykjavíkurborgar. Lagt fram minnisblað, dags. 16. janúar 2002, með ábendingum frá fundum v/nýrrar jafnréttisáætlunar. Lagt fram minnisblað frá Kristínu Ástgeirsdóttur frá 12. desember 2001: Endurskoðun á jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið kl. 13.15

Kristín Blöndal

Hrannar B. Arnarsson Kjartan Magnússon
Soffía K. Þórðardóttir Anna Kristinsdóttir