Mannréttindaráð
Jafnréttisnefnd
Ár 2001, fimmtudaginn 15. nóvember, var haldinn 226. fundur Jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Kristín Blöndal, Hrannar B. Arnarsson. Kjartan Magnússon og Soffía K. Þórðardóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram styrkumsókn frá KRFÍ vegna málþings, að upphæð kr. 150.000, dags. 5. nóvember 2001. Umsókninni er synjað en samþykkt að greiða kostnað vegna salarleigu í Tjarnarsal.
2. Samstarfsbeiðni um ESB verkefni frá Bundeszentrale für politische Bildung, dags. 30. október 2001. Samþykkt.
3. Jafnréttisráðgjafi vakti máls á áætlun um samningu jafnréttisáætlunar. Málið tekið upp á næsta fundi.
Fundi slitið kl. 13.00
Kristín Blöndal
Hrannar B. Arnarsson Kjartan Magnússon
Soffía K. Þórðardóttir