Mannréttindaráð
Jafnréttisnefnd
Ár 2001, fimmtudaginn 18. október, var haldinn 224. fundur Jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Kristín Blöndal, Anna Kristinsdóttir og Kjartan Magnússon. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Jafnréttisráðgjafi lagði fram drög að starfs- og fjárhagsáætlun næsta árs. Samþykkt að fela henni að leggja önnur drög fyrir næsta fund nefndarinnar, þar sem tekið hefði verið tillit til þeirra fjölmörgu ábendinga sem fram komu á fundinum.
2. Jafnréttisráðgjafi kynnti fjárhagsstöðu málaflokksins og útkomuspá vegna yfirstandandi árs.
3. Lögð var fram umsókn um styrk að upphæða kr. 180.000, dags. 20.9.2001, frá Guðbjörgu Eddu Hermannsdóttur, yfirfélagsráðgjafa kvennadeildar Landspítala háskólasjúkrahúss, ásamt fleiri félagsráðgjöfum við sömu stofnun, til gerðar fræðslubæklings um fóstureyðingar, en bæklingurinn hefur þegar fengið styrk frá Landlæknisembættinu og Landspítalanum. Umsóknin var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, en Kjartan Magnússon sat hjá.
4. Lögð var fram umsókn um styrk að upphæð kr. 50.000, dags. 6.6.2001, frá Sigríði K. Þorgrímsdóttur, vegna útgáfu ritsins Kvennaslóðir, sem gefið er út til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur, sagnfræðingi. Samþykkt samhljóða að veita styrkinn og kaupa jafnframt 6 eintök af ritinu.
5. Bæklingurinn Réttur barna, sem Félag ábyrgra feðra gaf út og styrktur var af Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar lagður fram til kynningar.
Fundi slitið kl. 13.45
Kristín Blöndal
Anna Kristinsdóttir Kjartan Magnússon