Mannréttindaráð - Fundur nr. 223

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2001, miðvikudaginn 17. október, var haldinn 223. fundur Jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Hólmasundi 10 í Reykjavík og hófst kl. 19.00. Viðstaddir voru: Kristín Blöndal, Anna Kristinsdóttir, Hrannar B. Arnarsson og Kjartan Magnússon. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Hugarflug vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2002. Jafnréttisráðgjafi kynnti úthlutun fjárhagsramma 2002 fyrir liðinn jafnréttismál. Þá lagði jafnréttisráðgjafi fram minnisblað, dags. 17.10.2001, þar sem fram kemur þróun fjárveitinga til jafnréttismála og útkoma hvers árs frá 1999.

Kjartan Magnússon vék af fundi kl. 20.30.

Reifaðar voru hugmyndir um endurskoðun á jafnréttisstefnu og jafnréttisstarfi Reykjavíkurborgar og mögulegar afleiðingar fyrir embætti jafnréttisráðgjafa. Samþykkt að málið þyrfti ítarlega skoðun, m.a. að kannað yrði hvernig starfi jafnréttisembætta sveitarfélaga í nágrannalöndum, sem gert hefðu viðlíka breytingar væri háttað, og samþykkt að slík skoðun verði eitt af viðfangsefnum skv. starfsáætlun ársins 2002.

Fundi slitið kl. 22.30

Kristin Blöndal

Hrannar B. Arnarsson Anna Kristinsdóttir