Mannréttindaráð - Fundur nr. 22

Mannréttindaráð - Fundur nr. 22

Mannréttindaráð

Ár 2025, fimmtudaginn 11. desember var haldinn 22. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var aukafundur og haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 11.00. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Sabine Leskopf, Ellen J. Calmon, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns og Friðjón R. Friðjónsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Magnea Gná Jóhannsdóttir, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og Sandra Hlíf Ocares. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir til mannréttindaráðs. 

    Samþykkt að veita verkefninu Fræðsluvefur Mannflórunnar, styrk að upphæð kr.700.000,-
    Samþykkt að veita verkefninu Í þágu okkar allra - karlar gegn kynbundnu ofbeldi, styrk að upphæð kr.200.000,-
    Samþykkt að veita verkefninu Regnbogalínan, styrk að upphæð kr. 1.000.000,-
    Samþykkt að veita verkefninu Ókeypis félags- og lögfræðiráðgjöf, styrk að upphæð kr.1.500.000,-
    Samþykkt að veita verkefninu Building Inclusive Futures: A Holistic Gender Equality Curriculum for Refugees, styrk að upphæð kr.500.000,-
    Samþykkt að veita verkefninu Dance & Dine. Building bridges in Reykjavik, styrk að upphæð kr.350.000,-
    Samþykkt að veita verkefninu Ramadansamtöl, trúarbragða- og menningarsamræður í Reykjavík, styrk að upphæð kr.250.000,-
    Öðrum styrkumsóknum er hafnað. ÞON25100008 

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um ályktun Móðurmáls um úttekt á samfélagstúlkun. 
    Lagt er til að mannréttindaráð taki undir ályktun Móðurmáls. 
    Samþykkt. MSS25120044

    Fylgigögn

  3. Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    1.    Hversu oft er vísað til mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar í innkaupum Reykjavíkurborgar?

    2.    Hvernig er eftirliti með félagslegri sjálfbærni og mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar háttað í innkaupum Reykjavíkurborgar? Er borgin með virkt eftirlit með birgjum og verktökum sem borgin kaupir vörur og þjónustu af, og nær slíkt eftirlit einnig til undirverktaka? Fyrirspurn fylgir greinagerð.

    Vísað til umsagnar skrifstofu fjármálaþjónustu og ráðgjafar. MSS25120057

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins:

    Óskað er eftir kynningu í mannréttindaráði á félagslegri sjálfbærni og notkun mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar í innkaupum Reykjavíkurborgar.

    Frestað. MSS25120058

Fundi slitið kl. 11:55

Sabine Leskopf Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir

Ellen Jacqueline Calmon Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns

Magnea Gná Jóhannsdóttir Friðjón R. Friðjónsson

Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttindaráðs frá 11. desember 2025