Mannréttindaráð - Fundur nr. 22

Mannréttindaráð

Ár 2009, 12. febrúar kl. 12.00 var haldinn 22. fundur mannréttindaráðs. Þá voru mætt: Marta Guðjónsdóttir formaður, Þórdís Pétursdóttir, Drífa Snædal, Zakaria Elias Anbari, Valgerður Sveinsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir, Falasteen Abu Libdeh og Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir árheyrnarfulltrúi. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:


1. Styrkumsóknir.
Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttindaráðs, dags. 12. febrúar 2009.
Mannréttindaráð samþykkir að styrkja eftirtalda umsækjendur:
Hjólastólasveitina vegna uppistands sveitarinnar og gerð heimildarmyndar um viðburðinn, kr. 1.000.000,-
Hugofilm vegna gerðar handrits vegna heimildarmyndar um flóttamenn á Íslandi, kr. 400.000,-
Herdís Benedikstsdóttir vegna ritunar og útgáfu viðtalsbókar við einstaklinga sem glímt hafa við geðraskanir, kr. 600.000,-
Haukur Vilhjálmsson vegna táknmálsviðmóts á heimassíðu Reykjavíkurborgar, kr. 600.000,-

2. Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð fagnar þeirri ákvörðun Capacent Gallup að afnema aldurshámörk í skoðanakönnunum á sínum vegum. Kosningabærir Íslendingar voru þann 1.október s.l. 223.000. Í október 2008 voru 16.831 íbúi landsins eldri en 76 ára eða 7,55#PR kosningabærra manna. Mannréttindastefna Reykjavíkur byggir á jafnræðisreglunni og að óheimilt sé að mismuna fólki vegna aldurs. Mannréttindaráð hvetur aðra þá aðila sem framkvæma slíkar kannanir að hætta slíkri mismunum vegna aldurs.


Fundi slitið kl. 12.50.

Marta Guðjónsdóttir

Drífa Snædal Valgerður Sveinsdóttir
Zakaria Elias Anbari Falasteen Abu Libdeh
Þórdís Pétursdóttir Marsibil Sæmundardóttir