Mannréttindaráð
Jafnréttisnefnd
Ár 2001, fimmtudaginn 3. maí, var haldinn 219. fundur Jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Kristín Blöndal, Hrannar B. Arnarsson, Kjartan Magnússon, Ásdís Olsen og Soffía K. Þórðardóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Vændi á Íslandi. Umræðu fram haldið frá síðasta fundi nefndarinnar. Formaður lagði fram drög að ályktun. Afgreiðslu frestað. Samþykkt að jafnréttisráðgjafi geri orðalagsbreytingar.
2. Jafnréttisráðgjafi kynnti erindisbréf samráðsnefndar um fjölmenningarstefnu borgarinnar sem leiðir til aukinna verkefna jafnréttisráðgjafa.
3. Lögð fram styrkumsókn frá Bríetunum vegna heimildarmyndar. Samþykkt að vísa henni til borgarráðs.
4. Bæklingurinn Konur og fjölmiðlar lagður fram til kynningar.
5. Samþykkt að jafnréttisráðgjafi afli tilboða í gerð viðbótarmyndbandseintaks varðandi Feður í fæðingarorlofi. Jafnframt lýsti nefndin sig hlynnta hugmyndum um aðra útgáfu myndarinnar í samstarfi við félagsmálaráðuneytið.
6. Auglýsingablað verslunarinnar Oxford Street lagt fram. Formaður lýsti sig ánægðan með viðbrögð jafnréttisráðgjafa.
7. Umsókn VR og Reykjavíkurborgar um styrk vegna netnámskeiðs á grundvelli fræðsluefnis í Hinu gullna jafnvægi lögð fram til kynningar.
8. Jafnréttisráðgjafi gerði grein fyrir stöðu Hins gullna jafnvægis.
9. Kynnt dagskrá ráðstefnunnar Konur og lýðræði í Vilnius 14. – 17. júní 2001. Jafnréttisráðgjafa falið að kanna áhuga á þátttöku.
10. Jafnréttisráðgjafi lagði fram úttekt á jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar 1996 – 2000. Umræðum frestað.
Fundi slitið kl. 14.00
Kristín Blöndal
Soffía K. Þórðardóttir Hrannar B. Arnarsson
Kjartan Magnússon Ásdís Olsen