Mannréttindaráð
Ár 2018, þriðjudaginn 22. maí var haldinn 218. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundadóttir, Arnaldur Sigurðarson, Guðni Rúnar Jónasson, Björn Jón Bragason, Elísabet Gísladóttir, Magnús Már Guðmundsson, og Jóna Björg Sætran. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir, sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á móttökuáætlun í Árbæ fyrir nýja íbúa með annað móðurmál en íslensku.
Trausti Jónsson, Guðrún Erna Þórhallsdóttir, Þórhildur Þorbergsdóttir og Bjarni Þórðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Fram fer kynning á fundi InterCultural Cities (ICC) sem fór fram í apríl 2018.
Joanna Marcinkowska tekur sæti á fundinum undir þessum lið
3. Lagðar fram umsóknir til mannréttindaráðs um skyndistyrki.
Samþykkt að veita Hinsegin saga og myndlist: Samtal myndlistar og sögu hinsegin fólks á Íslandi með þátttöku hinsegin flóttafólks og hælisleitenda, styrk að upphæð kr.250.000, vegna rannsóknarvinnu í samvinnu við Borgarskjalasafn Reykjavíkur.
Samþykkt að veita umsókninni Girl2Leader í Litháen, styrk að upphæð kr. 400.000.
Öðrum styrkumsóknum hafnað.
Fundi slitið kl. 13.39
Elín Oddný Sigurðardóttir
Björn Jón Bragason Guðni Rúnar Jónasson
Arnaldur Sigurðarson Magnús Már Guðmundsson
Diljá Ámundadóttir Elísabet Gísladóttir