Mannréttindaráð
Jafnréttisnefnd
Ár 2001, fimmtudaginn 5. apríl, var haldinn 218. fundur Jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Kristín Blöndal, Ragnhildur Jónasdóttir, Kjartan Magnússon og Soffía K. Þórðardóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kynning á kjarasamningum Reykjavíkurborgar með tilliti til jafnréttismála. Birgir Björn Sigurjónsson mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti hann m.a. forsendur, markmið og árangur nýgerðra kjarasamninga. Jafnframt lagði hann fram minnisblað, dags. 5. apríl 2000, með yfirskriftinni “Breytingar á kjarasamningum og réttindamálum starfsmanna Reykjavíkurborgar”.
- Kjartan Magnússon vék af fundi kl. 13.00.
2. Vændi á Íslandi og félagslegt umhverfi þess. Kristbjörg Stephensen mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti skýrslu dómsmálaráðuneytisins. Jafnframt upplýsti hún um aðgerðir Reykjavíkurborgar gagnvart nektarstöðum í Reykjavíkurborg. Rætt um stefnu og möguleika Reykjavíkurborgar á þessu málasviði. Frekari umræðu frestað.
- Soffía K. Þórðardóttir vék af fundi kl. 13.40.
Öðrum dagskrárliðum frestað.
Fundi slitið kl. 13.50
Kristín Blöndal
Ragnhildur Jónasdóttir