Mannréttindaráð - Fundur nr. 217

Mannréttindaráð

Ár 2018, þriðjudaginn 8. maí var haldinn 217. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.18. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundadóttir, Arnaldur Sigurðarson, Sabine Leskopf, Björn Jón Bragason, Janus Arn Guðmundsson, Magnús Már Guðmundsson, og Jóna Björg Sætran. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir, sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20. apríl 2018, vegna framtíðarsýnar hverfisráða til 2021, þar sem óskað er eftir umsögn mannréttindaráðs á liðum 3-10.

Fulltrúar sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði telja rétt að framvegis verði fulltrúar í hverfisráð Reykjavíkurborgar kjörnir beint af íbúum viðkomandi hverfa með sérstakri kosningu.

 

2.    Fram fer kynning á innleiðingu á nýju fundargerðarkerfi Reykjavíkurborgar.

3.    Lögð fram umsögn valnefndar, dags. 7. maí 2018, um tilnefningar til Mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2018 sem verða afhent á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar þann 16. maí. 

Samþykkt.

Trúnaður er um verðlaunahafa þar til verðlaunin eru afhent þann 16. maí 2018.

Sabine Leskopf víkur af fundi undir þessum lið.

4.    Fram fer kynning á tilnefningum til Hvatningarverðlauna mannréttindaráðs 2018 sem verða afhent ásamt mannréttindaverðlaunum þann 16. maí 2018.

Samþykkt.

Trúnaður er um verðlaunahafa þar til verðlaunin eru afhent þann 16. maí 2018.

–    Kl. 13.11 víkur Björn Jón Bragason af fundi.

5.    Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 3. maí 2018, sbr samþykkt borgarráðs sama dag á tillögu mannréttindaráðs, dags. 27. apríl 2018, um aðild Reykjavíkurborgar að Rainbow Cities Network.

Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Mannréttindaráð fagnar skjótri afgreiðslu borgarráðs á tillögu mannréttindaráðs um aðild Reykjavíkurborgar að Rainbow Cities network.

Fundi slitið kl. 13.30

Elín Oddný Sigurðardóttir 

Björn Jón Bragason    Sabine Leskopf

Arnaldur Sigurðarson     Magnús Már Guðmundsson

Diljá Ámundardóttir    Janus Arn Guðmundsson