Mannréttindaráð - Fundur nr. 217

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2001, fimmtudaginn 15. febrúar, var haldinn 217. fundur Jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Kristín Blöndal, Anna Kristinsdóttir, Harpa Hrönn Frankelsdóttir, Kjartan Magnússon og Svanhildur H. Valsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram styrkumsókn frá KRFÍ, dags. 23. janúar s.l., um greiðslu salarleigu, kr. 25.000. Samþykkt.

2. Jafnréttisráðgjafi upplýsti um skipan nefndar á vegum forsætisráðuneytisins um jafnrétti karla og kvenna í opinberri stefnumótun.

3. Jafnréttisráðgjafi greindi frá starfi nefndar um jafnréttismál á sveitarstjórnarstigi.

4. Jafnréttisráðgjafi kynnti boð á ráðstefnuna Healthy Workplaces í Kingston 28. febrúar n.k., en hann er þar fyrirlesari. Samþykkt að verkefnisstjóri Hins gullna jafnvægis og fulltrúar Gallups sæki ráðstefnuna á kostnað Hins gullna jafnvægis.

5. Drög 2 að lokaskýrslu v/úttektar á árangri jafnréttisstarfs Reykjavíkurborgar 1996-2000 lögð fram. Jafnréttisráðgjafi óskar ábendinga eða athugasemda fyrir 23. febrúar n.k.

6. Jafnréttisráðgjafi lagði fram minnisblað, dags. 15. febrúar 2001, um risnukostnað ársins 2000.

7. Jafnréttisráðgjafi lagði fram til upplýsingar sundurliðun á rekstri stjórnar borgarinnar árið 2000 (þ.e. skrifstofur í Ráðhúsi) en fram kemur að niðurstaða ársins 2000 vegna jafnréttismála nemur 102,7% af fjárhagsáætlun.

Fundi slitið kl. 13.15

Kristín Blöndal
Anna Kristinsdóttir Kjartan Magnússon
Harpa Hrönn Frankelsdóttir Svanhildur H. Valsdóttir