Mannréttindaráð
Ár 2018, þriðjudaginn 24. apríl, var haldinn 216. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:18. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundardóttir, Guðni Rúnar Jónasson, Arnaldur Sigurðarson, Björn Gíslason, Janus Arn Guðmundsson, Magnús Már Guðmundsson, og Jóna Björg Sætran. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á aðgerðum Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi.
- Kl. 12:28 tekur Magnús Már Guðmundsson sæti á fundinum.
Halldóra Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi tillögu:
Mannréttindaráð leggur til að Reykjavíkurborg gerist aðili að Regnbogaborgum (e. Rainbow Cities). Tillögunni er vísað til borgarráðs ásamt greinagerð.
Greinagerð fylgir tillögunni R18040189.
Samþykkt.
Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið Rainbow Cities Network og hvetur borgarráð til þess að samþykkja tillögu mannréttindaráðs.
3. Lögð fram greinagerð vegna styrkveitingar mannréttindaráðs í nóvember 2017
10 ára afmæli félags Litháa á Íslandi.
4. Fram fer umræða um dagskrá fundar 16. maí. Samráðsfundur mannréttindaráðs við grasrót undir yfirskriftinni Kosningaþátttaka – Skiptir mitt atkvæði máli?
- Kl. 13:44 víkur Arnaldur Sigurðarson af fundi.
5. Fram fer kynning á þýðingum hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar
Fríða Bjarney Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúar sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði lýsa yfir ánægju með gagnlega kynningu Fríðu Bjarneyjar Jónsdóttur hjá SKF, sem upplýsti ráðið um hvað betur mætti fara í kerfinu hvað varðar túlkaþjónustu. Til að mynda benti Fríða á nauðsyn þess að samræma túlkaþjónustu á milli sviða, skóla, hverfa og þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar. Þá benti hún enn fremur á að leggjast þyrfti í vinnu við að safna saman öllu efni - sem til væri í kerfinu - svo unnt sé að hafa yfirsýn.
Fundi slitið kl. 14:16
Elín Oddný Sigurðardóttir
Björn Gíslason Guðni Rúnar Jónasson
Arnaldur Sigurðarson Magnús Már Guðmundsson
Diljá Ámundardóttir Janus Arn Guðmundsson