Mannréttindaráð - Fundur nr. 215

Mannréttindaráð

Ár 2018, þriðjudaginn 10. apríl var haldinn 215. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.18. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundardóttir, Sabine Leskopf, Arnaldur Sigurðarson, Björn Gíslason, Janus Arn Guðmundsson, Magnús Már Guðmundsson, og Jóna Björg Sætran. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir, sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á nýjum rammasamningi við túlka- og þýðingarþjónustu. 

Joanna Marcinkowska tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

–    Kl. 12.34 tekur Elín Oddný Sigurðardóttir sæti á fundinum.

2.    Fram fer kynning á mögulegri aðild Reykjavíkurborgar að alþjóðlegu tengslaneti og samráðsvettvangi borga, Rainbow Cities Network. 

Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Mannréttindaráð felur mannréttindaskrifstofu að hefja undirbúning að umsókn Reykjavíkurborgar að Rainbow Cities Network.

Svandís Anna Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Fram fer kynning á mannréttindaverðlaunum Reykjavíkurborgar og hvatningarverðlaunum mannréttindaráðs sem verða afhent þann 16. maí n.k.

Fundi slitið kl. 13.20

Elín Oddný Sigurðardóttir 

Björn Gíslason    Sabine Leskopf

Arnaldur Sigurðarson     Magnús Már Guðmundsson

Diljá Ámundardóttir    Janus Arn Guðmundsson