Mannréttindaráð - Fundur nr. 215

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2000, föstudaginn 24. nóvember, var haldinn 215. fundur Jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Kristín Blöndal, Anna Kristinsdóttir og Svanhildur H. Valsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Jafnréttisráðgjafi lagði fram fyrstu útgáfu fræðsluefnis sem notað er í Hinu gullna jafnvægi.

2. Styrkumsóknir til jafnréttisnefndar lagðar fram og voru þær sem hér segir:

Átak til verndar mannréttindum; til þýðingar á málsskjölum, kr. 150.000. Bjarni Már Magnússon; til gagnaöflunar og ritunar bæklings um föðurhlutverkið, 3ja mánaða laun. Félag ábyrgra feðra; rekstrarstyrkur, kr. 300.000. Félag um Maríusetur; til stofnunar rekstrarfélags, kr. 200.000. KRFÍ; til gerðar kynningarefnis fyrir efri bekki grunnskóla og framhaldsskóla um jafnrétti, kr. 400.000. Soffía Thorarensen; námsefni fyrir 10. bekk grunnskóla á Skólavef, kr. 600.000.

Samþykkt að vísa síðasttöldu umsókninni til fræðsluráðs, en annarri afgreiðslu frestað.

- Kjartan Magnússon mætti á fundinn kl. 13.20.

3. Ályktun landsfundar jafnréttisnefnda 10.-11. nóvember s.l. lögð fram.

4. Heimsyfirlýsing IULA um konur í sveitarstjórnum lögð fram.

5. Rannsókn Orkuveitu Reykjavíkur á launamun karla og kvenna lögð fram. Nefndin fagnar góðu verki.

6. Lagt fram bréf jafnréttisnefndar Leikskóla Reykjavíkur til jafnréttisnefndar, dags. 11. nóvember 2000. Jafnréttisráðgjafa falið að svara erindinu.

Fundi slitið kl. 13.45

Kristín Blöndal
Anna Kristinsdóttir Svanhildur H. Valsdóttir
Kjartan Magnússon