Mannréttindaráð - Fundur nr. 214

Mannréttindaráð

Ár 2017, þriðjudaginn 27. mars var haldinn 214. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundardóttir, Eva Baldursdóttir, Arnaldur Sigurðarson, Björn Gíslason, Janus Arn Guðmundsson, Magnús Már Guðmundsson, og Jóna Björg Sætran. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir, sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20. mars 2018, þar sem tilkynnt er að Jón Bragason taki sæti sem varamaður í mannréttindaráði í stað Láru Óskarsdóttur. R14060180 

2.    Fram fer kynning á notendaráði fatlaðs fólks. 

Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar lýsir yfr ánægju sinni með starfsemi notendaráða fyrir fatlað fólk. Mikilvægt er að raddir notenda þjónustu heyrist með markvissum hætti þegar ákvarðanir sem varða líf þeirra eru teknar. Notendaráð fatlaðs fólks er verkefni sem fjármagnað er af Velferðarráðuneytinu sem liður í framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. Mannréttindaráð óskar eftir því að mannréttindaskrifstofa fari þess á leit við velferðarráðuneytið að fá svör sem fyrst um fjármögnun þessa mikilvæga verkefnis. Mannréttindaráð telur mikilvægt að gera langtímasamning sem tryggir framtíð notendaráðs fatlaðs fólks, að minnsta kosti til þess tíma sem aðgerðaráætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017–2021. Mannréttindaráð mun fylgjast áfram með framvindu verkefnisins. 

Tómas Ingi Adolfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið 

3.    Fram fer kynning á aðgerðum til að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningum 2018. R17090251.

4.    Lagðir fram yfirlit yfir umsóknir um styrki sem borist hafa borgarr mannréttindaráðs:

Samþykkt að veita Drekaslóð - Opin ástvinahópur, styrk að upphæð kr. 105.000.

Samþykkt að veita Drekaslóð - Vinnubók fyrir opin sjálfshjálparhóp, styrk að upphæð kr. 250.000.

Samþykkt að veita Drífa Jónasdóttir - Heimilisofbeldi; umfang, eðli og beinn samfélagslegur kostnaður, styrk að upphæð kr. 400.000.

Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

Fundi slitið kl. 13.56

Elín Oddný Sigurðardóttir 

Björn Gíslason    Eva Baldursdóttir

Arnaldur Sigurðarson     Magnús Már Guðmundsson

Diljá Ámundardóttir    Janus Arn Guðmundsson