Mannréttindaráð - Fundur nr. 214

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2000, þriðjudaginn 31. október, var haldinn 214. fundur Jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.00. Viðstaddir voru: Kristín Blöndal, Anna Kristinsdóttir, Hrannar B. Arnarsson, Svanhildur H. Valsdóttir og Kjartan Magnússon. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fjölgun þátttakenda í Hinu gullna jafnvægi. Jafnréttisnefnd samþykkir fjölgun þátttakenda og veitir jafnréttisráðgjafa heimild til að ganga frá viðbótarsamningum við Gallup og verkefnisstjóra.

2. Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 10. - 11. nóvember 2000. Dagskrá lögð fram.

3. Afrit af bréfi frá Félagi forsjárlausra feðra til félagsmálastjóra, dags. 21.10.2000, lagt fram. Jafnréttisráðgjafa falið að fylgjast með framvindu erindis félagsins.

- Anna Kristinsdóttir vék af fundi kl. 11.45.

4. Drög að starfsáætlun í jafnréttismálum fyrir árið 2001 lögð fram. Samþykkt samhljóða með smávægilegum athugasemdum sem jafnréttisráðgjafa er falið að ganga frá. Fundi slitið kl. 11.15

Kristín Blöndal
Hrannar B. Arnarsson Kjartan Magnússon
Svanhildur H. Valsdóttir