Mannréttindaráð - Fundur nr. 213

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2000, föstudaginn 13. október, var haldinn 213. fundur Jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Kristín Blöndal, Anna Kristinsdóttir, Hrannar B. Arnarson og Kjartan Magnússon. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Formaður kynnti framvindu verkefnisins Hið gullna jafnvægi og greindi frá þeim umsóknum sem þegar hafa borist, en þær eru 30. Nefndin lýsir mikilli ánægju með opnunarráðstefnu Hins gullna jafnvægis og eru jafnréttisráðgjafa þökkuð góð störf.

2. Landsfundur jafnréttisnefnda. Lagt fram bréf Valgerðar H. Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, dags. 11. október 2000. Samþykkt að allir nefndarmenn eigi kost á að mæta á landsfundinn.

3. Fjárhagsáætlun 2001. Jafnréttisráðgjafi lagði fram fjárhagsyfirlit vegna jafnréttismála, dags. 12. október 2000, og kynnti fjárhagsramma ársins 2001. Reifaðar hugmyndir um starfsáætlun næsta árs.

4. Samþykkt að heimila jafnréttisráðgjafa að ráðstafa allt að kr. 300 þús. til samstarfsverkefnis með Stígamótum og fleiri samtökum, sbr. erindi samtakanna sem kynnt var á 203. fundi nefndarinnar hinn 22. febrúar s.l.

Fundi slitið kl. 13.30

Kristín Blöndal
Anna Kristinsdóttir Kjartan Magnússon
Hrannar B. Arnarsson