Mannréttindaráð - Fundur nr. 213

Mannréttindaráð

Ár 2017, þriðjudaginn 13. mars var haldinn 213. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Kristján Freyr Halldórsson, Sabine Leskopf, Arnaldur Sigurðarson, Björn Gíslason, Janus Arn Guðmundsson, Magnús Már Guðmundsson, og Jóna Björg Sætran. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

 

1.    Fram fer kynning á tölfræði innflytjenda og stöðu eldri innflytjenda í Reykjavík. 

Barbara Jean Kristvinsson og Joanna Marcinkowska taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

2.    Lagt fram bréf frá borgarstjórn, dags. 7. mars, þar sem borgarstjórn samþykkti dags. 6. mars 2018, kosningu í mannréttindaráð. Janus Arn Guðmundsson tekur sæti fulltrúa í stað Magnúsar Sigurbjörnssonar. R14060108 

3.    Fram fer umræða um fulltrúa í valnefnd vegna mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar.

4.    Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttindaráðs Reykjavíkur vegna 16. maí sem er mannréttindadagur Reykjavíkur:

Lagt er til haldinn verði morgunverðarfundur með grasrótarsamtökum um verkefni á sviði mannréttindamála þann 16. maí ár hvert. Mannréttindaskrifstofu verði falið að útfæra tillöguna. 

Greinagerð fylgir tillögunni. R18030106

Samþykkt.

5.    Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar vegna fjölmenningardags Reykjavíkurborgar:

Mannréttindaráð samþykkir að fjölmenningardagur Reykjavíkur verði haldinn ágúst/september ár hvert í stað viðburðar í maí. Nýju mannréttindaráði og fjölmenningarráði, sem kosið verður eftir sveitarstjórnarkosningar í maí n.k., verði falið að útfæra hugmyndir að viðburðinum. 

Greinagerð fylgir tillögunni. R18030105

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 13.28

Elín Oddný Sigurðardóttir 

Björn Gíslason    Sabine Leskopf

Arnaldur Sigurðarson     Magnús Már Guðmundsson

Kristján Freyr Halldórsson    Janus Arn Guðmundsson