Mannréttindaráð - Fundur nr. 212

Mannréttindaráð

Ár 2017, þriðjudaginn 27. febrúar, var haldinn 212. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundardóttir, Sabine Leskopf, Arnaldur Sigurðarson, Björn Gíslason, Magnús Sigurbjörnsson, Magnús Már Guðmundsson, og Jóna Björg Sætran. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á niðurstöðum úttektar á þjónustu borgarinnar við fatlað fólk á sambýlum og búsetukjörnum út frá margbreytileika í starfsmannahópi. 

Áheyrnarfulltrúi framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Kynning á úttekt á þjónustu fatlaðra á sambýlum og í búsetukjörnum kallar á nánari skoðun á möguleikum á auknu samstarfi milli starfsstöðvanna til að tryggja aukna og skilvirkari þjónustu við fatlaða þjónustuþega sem þar dvelja.

Bergþór G. Böðvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

-    Kl. 12.19 taka Björn Gíslason og Magnús Sigurbjörnsson sæti á fundinum

-    Kl. 12.37 tekur Magnús Már Guðmundsson sæti á fundinum.

2.    Fram fer umræða um hvatningarverðlaun mannréttindaráðs og mannréttindaverðlaun

3.    Fram fer umræða um frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis), 34 mál.

4.    Fram fer umræða um frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn), 42 mál. 

Fundi slitið kl. 13.09

Elín Oddný Sigurðardóttir 

Björn Gíslason    Sabine Leskopf

Arnaldur Sigurðarson     Magnús Már Guðmundsson

Diljá Ámundardóttir    Magnús Sigurbjörnsson