Mannréttindaráð - Fundur nr. 212

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2000, föstudaginn 22. september, var haldinn 212. fundur Jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Kristín Blöndal, Anna Kristinsdóttir, Harpa H. Frankelsdóttir, Svanhildur H. Valsdóttir og Margrét Einarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Jafnréttisráðgjafi kynnti framvindu verkefnisins Hið gullna jafnvægi. Nendarmenn lýstu ánægju sinni með þá vinnu sem fram hefur farið.

2. Tillaga hverfisnefndar Grafarvogs um opið hús fyrir feður, sem beint er til ÍTR og jafnréttisnefndar, lögð fram. Nefndin lýsir yfir stuðningi við tillöguna en vísar málinu til jafnréttisráðgjafa.

3. Styrkbeiðni frá Stúdentaráði Háskóla Íslands. Nefndarmenn lýstu jákvæðri afstöðu til erindisins, en frestuðu afgreiðslu.

4. Kjör fulltrúa í samstarfsnefnd Reykjavíkurborgar/jafnréttisnefndar og HÍ/Rannsóknarstofu í kvennafræðum. Formaður lagði til að fulltrúar verði Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi, og Sjöfn Kristjánsdóttir, fulltrúi borgarlögmanns. Tillagan samþykkt.

5. Hugarflug um starfsáætlun ársins 2001. Umræðu frestað.

6. Formaður kynnti erindi frá Önnu Magneu Hreinsdóttur og Kristínu Guðmundsdóttur varðandi tölvunotkun á leikskólum. Erindið fellur mjög vel að hugmyndum jafnréttisnefndar um tölvuverkefni á leikskólum. Formaður tekur að sér að ræða nánar við málshefjendur.

Fundi slitið kl. 13.45

Kristín Blöndal

Svanhildur H. Valsdóttir Margrét Einarsdóttir
Anna Kristinsdóttir Harpa H. Frankelsdóttir