Mannréttindaráð - Fundur nr. 211

Mannréttindaráð

Ár 2017, þriðjudaginn 13. febrúar var haldinn 211. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Gústav Adolf B. Sigurbjörnsson, Sabine Leskopf, Arnaldur Sigurðarson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Magnús Sigurbjörnsson, Magnús Már Guðmundsson, Diljá Ámundardóttir og Jóna Björg Sætran. Einnig sátu fundinn Halldóra Gunnarsdóttir og Elísabet Pétursdóttir, sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á vinnu starfshóps um leiðir til þess að sporna við heimilisofbeldi gegn hinsegin fólki. 

Svandís Anna Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

-    Kl. 12.19 tekur Magnús Már Guðmundsson sæti á fundinum.

-    Kl. 12.33 tekur Magnús Sigurbjörnsson sæti á fundinum.

-    Kl. 12.48 tekur Herdís Anna Þorvaldsdóttir sæti á fundinum.

2.    Fram fer kynning á gátlistum um transbörn fyrir skóla. 

Svandís Anna Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Fram fer kynning á erindum til réttindagæslumanns. 

Jón Þorsteinn Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4.    Fram fer kynning á Fjárhagsáætlun 2019-2023 - Tíma og verkáætlun. 

5.    Lagðar fram eftirfarandi greinargerðir vegna styrkúthlutunar í október 2016:

a. HIV – Ísland til fræðslu- og forvarna 2016 til 2017.

b. Sjálfsbjörg – Jafningjafræðsla.

c. Halldór Árni Sveinsson – 100 ára kosningaafmæli kvenna.

d. Ásthildur Kjartansdóttir – Sib Sab Poing.

6.     Lögð fram eftirfarandi greinagerð vegna skyndistyrks mannréttindaráðs október 2017

a. Kvenréttindafélagið – Stjórnmálaskóli kvenna.

Sabine Leskopf víkur af fundi undir þessum lið. 

Fundi slitið kl. 14.00

Diljá Ámundardóttir

Herdís Anna Þorvaldsdóttir    Sabine Leskopf

Arnaldur Sigurðarson    Magnús Már Guðmundsson

Magnús Sigurbjörnsson