Mannréttindaráð
Jafnréttisnefnd
Ár 2000, föstudaginn 25. ágúst, var haldinn 211. fundur Jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Kristín Blöndal, Anna Kristinsdóttir, Hrannar B. Arnarsson, Kjartan Magnússon og Margrét Einarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Hið gullna jafnvægi. Jafnréttisráðgjafi lagði fram verkefnislýsingu, dags. 16. júní 2000, og minnispunkta, dags. 24. ágúst 2000. Nefndin lýsti ánægju sinni með framvindu verkefnisins.
2. Ráðning forstöðumanns Rannsóknastofu í kvennafræðum. Jafnréttisráðgjafi lagði fram til kynningar samning Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands sem undirritaður var 26. júní 2000. Þá kynnti jafnréttisráðgjafi tillögu hennar og Rannveigar Traustadóttur um ráðningu forstöðumanns, en tillagan er gerð til stjórnar Rannsóknarstofunnar. Nefndarmenn gerðu engar athugasemdir við tillöguna.
3. Jafnréttisráðgjafi kynnti störf samstarfshóps um jafnrétti á sveitarstjórnarstigi og lagði fram fundargerð hópsins frá 5. maí 2000, bréf hans til Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. maí s.l. og fréttablað frá skrifstofu jafnréttismála um störf hópsins til jafnréttisnefnda frá maí 2000.
4. Landsfundur jafnréttisnefnda 2000. Jafnréttisráðgjafi upplýsti að næsti landsfundur jafnréttisnefnda verður á Hvolsvelli í haust. Samþykkt að þýða og prenta yfirlýsingu IULA um konur í sveitarstjórnum fyrir fundinn.
5. Lögð fram drög að skýrslu um árangur jafnréttisáætlunar Reykjavíkurborgar 1996–2000. Jafnréttisráðgjafi kynnti drögin og óskaði eftir athugasemdum nefndarmanna fyrir 5. sept. í tölvupósti.
6. Skipan vinnuhóps vegna nýrrar jafnréttisáætlunar Reykjavíkurborgar rædd. Ákvörðun frestað.
Fundi slitið kl. 13.30
Kristín Blöndal
Hrannar B. Arnarsson Kjartan Magnússon
Margrét Einarsdóttir Anna Kristinsdóttir