Mannréttindaráð - Fundur nr. 210

Mannréttindaráð

Ár 2017, þriðjudaginn 23. janúar, var haldinn 210. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Sabine Leskopf, Arnaldur Sigurðarson, Björn Gíslason, Magnús Sigurbjörnsson, Magnús Már Guðmundsson, Diljá Ámundadóttir og Jóna Björg Sætran. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir, sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á skýrslu starfshóps um leiðir til þess að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningum 2018. R17090251.

Samþykkt að vísa skýrslunni til borgarráðs.

Lögð fram svohljóðandi bókun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar: 

Mannréttindaráð þakkar starfshópi sem skipaður var í nóvember sl. til að finna leiðir til að auka kosningaþátttöku í borgarstjórnarkosningum 2018. Í skýrslunni er að finna áhugaverðar tillögur til að auka kosningaþátttöku jaðarsettra hópa í borgarstjórnarkosningum. Ljóst er að slíkt verkefni þarf að vinna til langs tíma, en fagnar mannréttindaráð þeirri viðleitni sem felst í tillögum starfshópsins til að auka kosningaþátttöku.

Tómas Ingi Adolfsson, Joanna Marcinkowska, Unnur Margrét Arnardóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Fram fer kynning á starfsemi Kvennaráðgjafar.

Margrét Steinarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Fram fer kynning á vinnu starfshóps vegna verkefnisins Ofbeldislausir og öruggir skemmtistaðir. 

Svandís Anna Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 13.55

Elín Oddný Sigurðardóttir

Björn Gíslason    Sabine Leskopf

Arnaldur Sigurðarson     Magnús Sigurbjörnsson

Magnús Már Guðmundsson    Diljá Ámundadóttir