Mannréttindaráð - Fundur nr. 210

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2000, föstudaginn 28. júlí, var haldinn 210. fundur jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Kristín Blöndal, Anna Kristinsdóttir, Kjartan Magnússon, Svanhildur H. Valsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Starfsáætlun SVR í jafnréttismálum lögð fram.

2. Starfsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur í jafnréttismálum 2000 lögð fram. Nefndin fagnar vel unninni áætlun.

3. Ráðning framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu kynnt. Nefndin væntir góðs af samstarfi við nýjan framkvæmdastjóra og vonast til að eiga gott samstarf við Jafnréttisstofu í framtíðinni.

4. Kvennaefling í þágu jafnréttis. Samþykkt að greiða til verkefnisins framlag sem svarar til áður gefinna fyrirheita um meðfjármögnun.

Fundi slitið kl. 13.15.

Kristín Blöndal

Kjartan Magnússon Anna Kristinsdóttir
Svanhildur H. Valsdóttir