Mannréttindaráð - Fundur nr. 21

Mannréttindaráð

Ár 2009, 5. febrúar kl. 12:00 var haldinn 21. fundur mannréttindaráðs. Þá voru mætt: Marta Guðjónsdóttir formaður, Björn Gíslason, Salvör Gissurardóttir, Zakaria Elias Anbari, Drífa Snædal, Felix Bergsson, Falasteen Abu Libdeh og Ólafur F. Magnússon. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri, Íris Björg Kristjánsdóttir, Emilía Sjöfn Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram og kynnt stefnumótum og aðgerðaráætlun í málefnum innflytjenda. Samþykkt.

Bókun mannréttindaráðs:

Fulltrúar mannréttindaráðs þakka Írisi Björgu Kristjánsdóttir fyrir vel unnið og metnaðarfullt starf sem verkefnastjóri.

2. Áheyrnarfulltrúi F-lista, Ólafur F. Magnússon, leggur fram eftirfarandi fyrirspurn.

Í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins um sl. áramót kom fram sem álitsgjafi Salvör Gissurardóttir sem iðkar bloggskrif á netinu og situr í mannréttindaráði Reykjavíkur. Hún er annar tveggja fulltrúa Framsóknarflokksins í ráðinu. Í Kastljósþættinum áðurnefnda fullyrti Salvör Gissurardóttir, að allir sem hefðu fylgst með „ferli mínum“ hafi vitað að ég hafi verið „gersamlega óhæfur til að vera borgarstjóri“. Því er spurt hvort það stangist á við siðareglur kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar og tilgang mannréttindastefnu borgarinnar að Salvör Gissurardóttir hafi uppi ærumeiðandi fullyrðingar um störf mín í borgarstjórn Reykjavíkur án þess að rökstyðja það á nokkurn hátt.

Fundi slitið kl. 14.20

Marta Guðjónsdóttir

Salvör Gissurardóttir Drífa Snædal
Zakaria Elias Anbari Falasteen Abu Libdeh Björn Gíslason Felix Bergsson