Mannréttindaráð
Ár 2017, þriðjudaginn 9. janúar var haldinn 209. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Sabine Leskopf, Arnaldur Sigurðarson, Björn Gíslason, Magnús Sigurbjörnsson, Magnús Már Guðmundsson, Diljá Ámundardóttir og Jóna Björg Sætran. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir, sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til mannréttindaráðs vegna ársins 2017, dags. 2. október 2017, ásamt fylgigögnum.
Samþykkt að veita Hiv – Ísland styrk að fjárhæð kr. 600.000 vegna Fræðsla og forvarnir 2017-2018.
Samþykkt að veita Blátt áfram forvarnarverkefni styrk að fjárhæð kr. 200.000 vegna Þýðingar á leiðbeiningarbókinni "Einkastaðir líkamans".
Samþykkt að veita Alþjóðlegum ungmennaskiptum styrk að fjárhæð kr. 100.000 vegna Mannréttindafræðslu.
Samþykkt að veita Eyrúnu Eyþórsdóttur styrk að fjárhæð kr. 400.000 vegna rannsóknarinnar Áhrif hatursglæpa og -tjáningar í garð innflytjenda í Reykjavík.
Samþykkt að veita Jamil Kouwatli styrk að fjárhæð kr. 250.000 vegna Sure I can -The making of school and life dictionary for children, minors and all foreigners in school and real life.
Samþykkt að veita VIETICE Community styrk að fjárhæð kr. 300.000 vegna verkefnisins Tungumál, menning og aðlögun í íslensku samfélagi,
Samþykkt að veita Kvenréttindafélagi Íslands styrk að fjárhæð kr. 600.000. vegna verkefnisins Kjarajafnrétti STRAX!
Samþykkt að veita Félagi Litháa á Íslandi styrk að fjárhæð kr. 220.000 vegna 10 ára afmæli Félags Litháa á Íslandi.
Samþykkt að veita Forréttindi ehf. styrk að fjárhæð kr. 400.000 vegna námskeiðsins Framhaldsnámskeiðs Tabú fyrir fatlað fólk: um mannréttindi og margþætta mismunun.
Samþykkt að veita Rótinni - félagi um málefni kvenna styrk að fjárhæð kr. 300.000 . vegna alþjóðlegrar ráðstefnu um konur og fíkn.
Samþykkt að veita Ástbjörgu Rut Jónsdóttur styrk að fjárhæð kr. 500.000 vegna táknmálstúlkunar í leikhúsi.
Samþykkt að veita Edna Guadalupe Mastache Gomez styrk að fjárhæð kr. 500.000 vegna leiksýningarinnar Normal?
Samþykkt að veita Hjólafærni á Íslandi styrk að fjárhæð kr. 500.000 vegna Hæ! Hó! Hjólað með hælisleitendum í samstarfi við Rauða krossinn,
Samþykkt að veita Samtökunum´78 styrk að fjárhæð kr. 500.000 vegna 40 ára afmælisrits Samtakanna ´78,.
Samþykkt að veita Samtökunum ´78 styrk að fjárhæð kr. 250.000 vegna afmælishátíðar í tali og tónum.
Samþykkt að veita Ás styrktarfélagi styrk að fjárhæð kr. 150.000 vegna Myndlistarnámskeiðs fyrir nemendur 1- 6 ára.
Samþykkt að veita Andrými styrk að fjárhæð kr. 200.000 vegna prents, kaffi og tilfallandi kostnaðar á Andrými félagsrými,
Samþykkt að veita Elizabeth Bik Yee Lay styrk að fjárhæð kr. 200. 000 vegna fræðsluviðburðanna Vera Calendar/Vera dagatal í þann þátt verkefnisins sem snertir viðskiptafræðslu.
Öðrum styrkumsóknum hafnað.
Styrkir á sviði mannréttindamála samtals kr. 6.170.000
2. Lögð fram til svohljóðandi umsögn mannréttindaráðs um drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 29. nóvember 2017. R17020227:
Mannréttindaráð fagnar því að skilgreint sé með formlegum hætti hvernig borgarbúar geti haft áhrif á stjórn borgarinnar og komið frekar að undirbúningi stefnumótunar á hennar vegum. Mannréttindaráð áréttar að við alla stefnumótun hjá Reykjavíkurborg er mannréttindastefnan og mannréttindahugtakið ávallt lagt til grundvallar.Mikilvægt er að texti í slíkri stefnumótun sé á skýru máli sem gagnist öllum hópum samfélagsins t.d innflytjendum og þá sem nýta auðlesið mál, og lagt er til að farið sé yfir drögin með það í huga. Einnig er mikilvægt að tryggja aðgengi allra borgarbúa að samráðsferlinu, með tilliti til þeirra þátta sem mannréttindastefna Reykjavíkurborgar tiltekur þ.e. uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs-, stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu.
Samþykkt
3. Lögð fram greinagerð Hjólafærni vegna styrkveitingar 2016 vegna verkefnisins Hjólum með hælisleitendum í samstarfi við Rauða krossinn.
4. Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun vegna málefna hinsegin fólks í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar:
Mannréttindaráð fagnar áformum í nýjum stjórnarsáttmála um að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks með metnaðarfullri löggjöf um kynrænt sjálfræði í samræmi við nýútkomin tilmæli Evrópuráðsins vegna mannréttinda intersex-fólks. Í þeim lögum yrði kveðið á um að einstaklingar megi sjálfir ákveða kyn sitt, kynvitund þeirra njóti viðurkenningar, einstaklingar njóti líkamlegrar friðhelgi og jafnréttis fyrir lögum óháð kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu. Mannréttindaráð hvetur jafnframt Alþingi til þess að ganga hratt og vel frá þeirri löggjöf í samráði við hagsmunasamtök enda á Ísland að vera fremst í flokki á heimsvísu í réttindabaráttu hinsegin fólks.
Fundi slitið kl. 13.18
Elín Oddný Sigurðardóttir
Björn Gíslason Sabine Leskopf
Arnaldur Sigurðarson Magnús Sigurbjörnsson
Magnús Már Guðmundsson Diljá Ámundardóttir