Mannréttindaráð - Fundur nr. 208

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2000, þriðjudaginn 6. júní, var haldinn 208. fundur Jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.30. Viðstaddir voru: Kristín Blöndal, Anna Kristinsdóttir, Hrannar B. Arnarsson, Kjartan Magnússon og Svanhildur H. Valsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Hæstaréttardómur í máli Ragnhildar Vigfúsdóttur, nr. 11/2000. Jafnréttisráðgjafi kynnti dóminn. Samþykkt einróma tillaga formanns að fela jafnréttisráðgjafa að leggja fram drög að ályktun vegna dómsins og leita samþykkis nefndarmanna með tölvupósti.

2. Álit kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar í stöðu lögfræðings hjá embætti borgarlögmanns, mál nr. 18/1999, lagt fram til kynningar.

3. Hugmyndir um flutning Jafnréttisstofu ræddar. Frestað til næsta fundar.

4. Formaður og jafnréttisráðgjafi kynntu för til Litháen innan vébanda ESB-verkefnisins Kvennaefling í þágu jafnréttis 28. – 31. maí s.l.

5. Jafnréttisráðgjafi kynnti drög að samningi við H.Í. varðandi Rannsóknarstofu í kvennafræðum.

Fundi slitið kl. 13.30

Kristín Blöndal

Svanhildur H. Valsdóttir Hrannar B. Arnarsson
Kjartan Magnússon Anna Kristinsdóttir