Mannréttindaráð - Fundur nr. 207

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2000, þriðjudaginn 23. maí, var haldinn 207. fundur Jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.30. Viðstaddir voru: Kristín Blöndal, Anna Kristinsdóttir, Hrannar B. Arnarsson og Kjartan Magnússon. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Jafnréttisráðgjafi kynnti nýsamþykkt jafnréttislög. Honum falið að kynna lögin fyrir forstöðumönnum og kjörnum fulltrúum.

2. Starfsáætlun Árbæjarsafns í jafnréttismálum fyrir árið 2000 lögð fram. Nefndin telur hana ófullnægjandi og felur jafnréttisráðgjafa að koma ábendingum á framfæri við forstöðumann.

3. Starfsáætlun Leikskóla Reykjavíkur í jafnréttismálum fyrir árið 2000 lögð fram ásamt ítarlegri greinargerð um framvindu áætlunar síðasta árs. Nefndin fagnar vel unninni áætlun en bendir á að upplýsingar vegna launamála vantar.

4. Starfsáætlun ÍTR í jafnréttismálum fyrir árið 2000 lögð fram. Nefndin fagnar vel unninni áætlun en bendir á að upplýsingar vegna launamála vantar.

5. Starfsáætlun Heilbrigðiseftirlits í jafnréttismálum fyrir árið 2000 lögð fram. Nefndin telur hana ófullnægjandi og felur jafnréttisráðgjafa að koma ábendingum á framfæri við forstöðumann.

6. Starfsáætlun Ráðhússins í jafnréttismálum fyrir árið 2000 lögð fram.

7. Jafnréttisnefnd vekur athygli á varðandi lið 2 – 6 að í fram komnar starfsáætlanir borgarstofnana í jafnréttismálum vantar upplýsingar um þróun launamála greint eftir kynjum og aðgerðir þar að lútandi. Jafnréttisráðgjafa falið að leita lausna.

Fundi slitið kl. 13.15

Kristín Blöndal

Kjartan Magnússon Hrannar B. Arnarsson
Anna Kristinsdóttir